Að nýta eða njóta auðlinda landsins
Náttúrupælingar eru safn greina eftir Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, en Páll hefur á áralöngum heimspekiferli sínum hugsað og skrifað mikið um samband manns og náttúru. Í greinunum pælir Páll í mikilvægi þess að tengjast landinu og í ábyrgð okkar gagnvart náttúrunni. Greinarnar í fyrri hluta bókarinnar tengjast allar hugleiðingum hans um eldstöðina Öskju og þeirri andlega reynslu sem hann upplifði við komuna þangað. Í síðari hluta bókarinnar eru greinar sem tengjast því sem Páll kallar siðfræði náttúrunnar. Sjálfur segist Páll lengi vel hafa forðast það að fara í Öskju vegna margmennis.