Að nýta eða njóta auðlinda landsins

Náttúrupælingar eru safn greina eftir Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi háskólarektor, en Páll hefur á áralöngum heimspekiferli sínum hugsað og skrifað mikið um samband manns og náttúru. Í greinunum pælir Páll í mikilvægi þess að tengjast landinu og í ábyrgð okkar gagnvart náttúrunni. Greinarnar í fyrri hluta bókarinnar tengjast allar hugleiðingum hans um eldstöðina Öskju og þeirri andlega reynslu sem hann upplifði við komuna þangað. Í síðari hluta bókarinnar eru greinar sem tengjast því sem Páll kallar siðfræði náttúrunnar. Sjálfur segist Páll lengi vel hafa forðast það að fara í Öskju vegna margmennis.

Meira...

„Við þurfum að læra að axla ábyrgð“

Páll Skúlason heimspekingur ræðir um eðli stjórnmála, stöðuna á Íslandi fimm árum eftir hrun og hvað sé til ráða.

Ef einhver íslensk rödd á tilkall til þess að kallast rödd skynseminnar gæti það verið sú sem tilheyrir Páli Skúlasyni, prófessor í heimspeki og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Raddblærinn sem hefur í rúm 40 ár leikið um ganga Háskólans og á stundum hljómað úr útvarpstækjum landsmanna kveikir hugrenningatengsl við visku forfeðranna, í henni er endurómur aldanna, sambland íslenskrar menningar og vesturevrópskrar heimspekihefðar.

Meira...

Sunnudagskvöld með Evu Maríu 28. desember 2008

Undanfarið hef ég birt myndbandsviðtöl. Nýverið rakst ég á eldra viðtal sem Eva María Jónsdóttir tók við mig fyrir þáttinn Sunnudagsviðtal og birtist 28. desember 2008. Datt mér í hug að sýna það hér sem sögulega heimild, en í kynningu fyrir þáttinn sagði meðal annars:

Meira...

Upphaf nýrra tíma

Viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók fyrir Morgunblaðið 11. október 2008 rétt eftir hrun bankanna.

Við erum að lifa upphaf nýrra tíma. Taumlaus markaðshyggja hefur leitt til þess að fjárhagskerfi heimsins riða til falls. Það eru að verða örlagaríkar og erfiðar breytingar á heiminum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist í sögunni og heimspekingar hafa gjarnan glímt við að átta sig á slíkum breytingum, hvaða heimur er að líða undir lok og hvers konar heimur er að fæðast,“ segir Páll Skúlason heimspekingur aðspurður um afleiðingar hinna gífurlegu efnahagsörðugleika sem heimurinn stendur frammi fyrir.

Meira...
Back to top