Safn erinda og greinastúfa
Efni bókarinnar er skipt í sex hluta. Fyrsti hlutinn er grein sem fjallar almennt um heimspeki. Er hún tilraun til að skýra ólíkar hugmyndir manna um heimspeki, svo og til að lýsa ofurlítið verkefnum heimspekinnar eins og þau blasa við höfundi, Páli Skúlasyni.
Í öðrum hluta eru greinar sem falla beinlínis undir siðfræði. Tilraun til að greina ólíka þætti hamingjunnar en jafnframt hugsuð sem hvatning til Íslendinga um að temja sér skynsamlegri lífsafstöðu.
Í þriðja hluta er umræðunni beint að stjórnmálum.
Í fjórða hlutanum eru nokkrar smáar greinar þar sem vikið er að þjóðmálum og þar á meðal ýmsu sem höfundur telur að brýnt sé að sinna og betur megi fara í opinberu lífi.
Í fimmta hlutanum er komið að mennta- og kennslumálum á ýmsa og ólíka vegu.
Í sjötta og síðasta hluta bókarinnar eru svo nokkrar greinar sem fjalla um lífsskoðanir.