Í þessari bók fjallar Páll Skúlason um ráðgátur sem á flesta leita og orðið hafa viðfangsefni heimspekinga.
Hvernig bregðast menn við óvissunni um heiminn, sem sprettur af vitund þeirra um eigin tilvist?
Hvernig reyna þeir að leysa hinar margvíslegu mótsagnir tilveru sinnar?
Í Hugsun og veruleika er fjallað um efnið á aðgengilegan og einfaldan hátt án þess að slaka á kröfum um fræðilega nákvæmni. Bókin hentar því jöfnum höndum, sem almennt lesefni og handbók við heimspekinám.
ISBN: 9979-54-321-3