Safn fyrirlestra um siðfræði eftir Pál Skúlason.
Í fyrstu þremur fyrirlestrunum prófar höfundur kenningu um flokkun verðmæta í veraldargæði, andleg gæði og siðferðisgæði.
Í næstu þremur er leitað svara við spurningum sem varða alvarleg siðferðileg álitaefni í samtímanum, og hvort við horfumst í augu við böl það sem þjakar okkur eða beitum brögðum hjátrúar til að loka augunum fyrir því.
Lokalesturinn fjallar um heimspeki Sigurðar Nordals og tengsl hennar við tilvistarstefnuna. Þar er minnt á að kjarni tilvistarstefnunnar er siðferðileg kenning um frelsi og ábyrgð og því haldið fram að erindi Sigurðar Nordals við lesendur sína sé af sama toga.