Í tilefni af 900 ára afmæli Bologna-háskóla árið 1988 var gefin út yfirlýsing um siðferðilegar skyldur evrópskra háskóla, svokölluð Magna Charta Universitatum. Um átta hundruð háskólar hafa nú skuldbundið sig til að starfa samkvæmt henni og er Háskóli Íslands þar á meðal. Yfirlýsingin er í þremur hlutum sem fjalla um meginhlutverk, grunnreglur og starfshætti háskóla.
Í myndbandinu, sem birtist hér að neðan, freista ég þess að svara ofangreindri spurningu í viðtali sem Henry Alexander Henrysson tók við mig fyrir Vísindavefinn.
Hægt er að lesa meira um starfsemi háskóla í svari okkar Henrys Alexanders Henryssonar við spurningunni Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Hér má nálgast myndbandið, en það er rúmlega 6 mínútur að lengd:
Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?