Um leitina að hamingjunni

„Hamingjunni nær maður aldrei beint, heldur óbeint. Hún er fylgidís líkt og skugginn. Hún er hljóðlát, og fótatak hennar heyrist ekki fremur en skuggans.“ Þórarinn Björnsson, (Rætur og vængir II, bls. 266).

Er það að leita hamingjunnar eins og að eltast við skuggann af sjálfum sér? Já, ef við ímyndum okkur að hægt sé að höndla hamingjuna í eitt skipti fyrir öll. Nei, ef við viðurkennum að við höfum ekkert vald yfir hamingjunna, heldur ráðum einungis yfir sjálfum okkur.

Getum við þá ekkert gert til að vera hamingjusöm? Öðru nær: við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Og við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.

Hamingjan er í raun andstæða skuggans sem við vörpum af okkur, hún er eins og sól  sem skín á okkur – sól sem við hvorki sköpum né stjórnum en getum stundum baðað okkur í geislum hennar.

 


Back to top