Hver eru tengsl líkama og sálar, huga og anda?

 Líkami er hold lífveru, sem hefur tiltekið sálrænt form, eins og Aristóteles hugsaði sér. Allt sem lifir hefur sál, líka blómin. Þetta hefur mér alltaf fundist. Sálin er setur tilfinninganna, þar bregst hún við því sem að lífverunni berst og sem hún tengist tilfinningaböndum . Hugurinn er á hinn bóginn sá hluti sálarinnar sem er lausbeislaðustur líkamanum. „Hugurinn ber mig hálfa leið / í heimana nýja” yrkir Theodóra Thoroddsen.  Andinn, eins og ég skil hann, er samtenging líkama, sálar og huga á tímabundnu ástandi, nátengt því hvernig visst skaplyndi þróast og stemning skapast. Gleði og fögnuður, sorg og söknuður, eru andleg fyrirbæri sem hafa áhrif á alla skynjun, tilfinningu og athöfn einstaklinga og hópa. Andleysi er niðurdrepandi ástand mannsandinn, sennilega ein algengasta rót hins illa.


Back to top