Allar götur síðan á dögum Forngrikkja hefur staða mannsins í ríki náttúrunnar verið áleitið umhugsunarefni. Snemma mótuðust tvö meginviðhorf hjá Grikkjum. Annars vegar var litið á manninn sem eðlilegan hluta af heimi náttúrunnar, að vísu sérstæðan að ýmsu leyti en þó skiljanlegan af tengslum sínum og skyldleika við önnur náttúrufyrirbæri. Hins vegar var maðurinn talinn með öllu óskyldur öðrum lífverum og því sé ókleift að skilja hann nema sem veru af allt öðrum toga en önnur fyrirbæri þessa heims.
Flutt í Ríkisútvarpinu 6. febrúar 1994, prentað í greinasafninu Í skjóli heimspekinnar, 1995.