Allt bendir til þess að við séum komin í stríð við öfl jarðarinnar, að stjórn samfélagsins hafi verið í ólestri og að menntun okkar sé alvarlega ábótavant.
Við þurfum að endurskoða tengsl okkar við náttúruna, samskipti okkar á heimilum, í viðskiptum og á vettvangi atvinnustarfsemi, félagslífs og stjórnmála - og greina þær mörgu myndir ranglætis sem ríkt hafa og ríkja enn í þjóðfélaginu.
Nú þurfum við að leita nýrra leiða til að styrkja samfélagið okkar í stað þess að vinna skipulega að því að sundra því í anda markaðshyggjunnar, þessarar sturluðu heimssýnar, sem veldur usla og eyðileggingu út um allt um þessar mundir.