Hvaða erindi á hugsunin við heiminn? Í þessari bók færir Páll Skúlason rök fyrir því að athafnir okkar ráðist af sýn okkar á heiminn. Til að skerpa hana og bæta þurfum við á heimspeki að halda. Heimspekin sýnir okkur heiminn og teflir honum fram á leiksvið hugans þar sem við kynnumst honum frá allt öðrum sjónarhóli en hversdagslega.
HyBókin hefur að geyma fjórtán greinar þar sem Páll tekur á hugmyndum og álitamálum heimspekinnar, ræðir um gildi hennar og forsendur og rýnir í kenningar heimspekinganna Heideggers, Sartres, Ricæurs og Derrida.
Páll Skúlason (f. 1945) er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi frá Kaþólska háskólanum í Louvin árið 1973. Páll var rektor Háskóla Íslands 1997-2005.