Rætur heimspekilegrar hugsunar Páls

Í febrúar og mars 2013 sat Páll Skúlason heimspekingur fyrir svörum í þættinum Sunnudagsspjall. Ævar Kjartansson, umsjónarmaður þáttanna fékk einn heimspeking með sér í hvern þátt til þess að spjalla við Pál um nokkur meginviðfangsefni hans í heimspeki.


10. febrúar 2013
Vilhjálmur Árnason spyr Pál Skúlason um rætur heimspekilegrar hugsunar hans og helstu áhrifavalda. Þá glíma þeir við grunnspurninguna, hvað er heimspeki? Er hægt að kenna gagnrýna hugsun? Hver eru brýnustu viðfangsefni heimspekilegrar hugsunar í samtímanum.
1. þáttur: Vilhjálmur Árnason 
 

17. febrúar 2013
Björn Þorsteinsson, heimspekingur verður með Ævari Kjartanssyni í spjalli við Pál Skúlason um ríkið og stjórnmálin.

Páll Skúlason hefur á löngum ferli sem háskólakennari í heimspeki ávallt lagt orð í belg samfélagsumræðunnar. Hann hefur hamrað á nauðsyn þess að halda skynsamlega á málefnum ríkisins, að ræða gagnrýnið um stjórnmál.
2. þáttur: Björn Þorsteinsson 
 

24. febrúar 2013
Í þriðja þættinum um heimspeki Páls Skúlasonar ræðir Sigurður Kristinsson við hann um sögu siðfræðinnar og viðfangsefni.

Í þættinum ræðir hann ásamt Ævari Kjartanssyni við Pál Skúlason um nokkrar sígildar spurningar er varða siðferði manna og hvort ástundun siðfræðinnar geti komið að notum við að bæta siðferðið.
3. þáttur: Sigurður Kristinsson 
 

3. mars 2013
Sigríður Þorgeirsdóttir, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, ræðir við Pál um umhverfi og náttúru, skyldur mannsins gagnvart náttúrunni. Þá spyr hún Pál hvað sé andleg upplifun af náttúrunni, er hún trúræn eða siðræn? Komið er inn á hlutverk og skyldur fræðimanna. Eiga fræðimenn að stíga fram fyrir skjöldu og vara við óheillaþróun? Fræðimennsku og aktívisma ber á góma.
4. þáttur: Sigríður Þorgeirsdóttir 
 

10. mars 2013
Í þessum fimmta og síðasta þætti um heimspeki Páls Skúlasonar er það Gunnar Harðarson sem spjallar við hann um hvernig áhugasvið hans í heimspeki þróaðist.

Páll Skúlason ræðir um áhrifin frá Sigurði Nordal og síðan Paul Ricoeur og túlkunarheimspekinni. Frásagnarhefðin og rökræðuhefðin. Skáldskapur og heimspeki.
5. þáttur: Gunnar Harðarson 


Back to top