Hver eru tengsl menningar og sjálfstæðis? Þessu litla kveri er fremur ætlað að reifa þessa spurningu en svara henni. Í því eru prentuð sex útvarpserindi Páls Skúlasonar frá árinu 1994 og bera þau heitin:
	Hvað er menning?
	Menning og þjóð.
	Alþjóðamenning og þjóðmenning.
	Rætur alþjóðamenningar.
	Bókin og framtíð menningar.
	Vandi íslenskrar menningar. 
				



















