Um siðfræði náttúru og umhverfis
Fyrirlestrar um siðfræði náttúru og umhverfis. Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, fjallar m.a. um greinarmun á umhverfisvernd og náttúruvernd og leitast við að skýra þann hugsunarhátt og þau öfl sem standa vernd náttúru og umhverfis fyrir þrifum. Auk fyrirlestranna birtist hér samræða Páls Skúlasonar og Björns Þorsteinssonar um þessi efni.
