Erindi og greinar
Í þessum heimi er hvergi að finna fullkomið skjól fyrir þeim mörgu og misjöfnu vindum sem um veröldina leika. Skjól heimspekinnar er hér engin undantekning. Þangað er samt gott að leita stund og stund því þar gefst ráðrúm til að velta vöngum yfir eigin hugsunum og annarra, hugleiða tilgang og merkingu hluta, tákna og hugmynda og leita leiða til að lifa betur sem hugsandi vera.
