1987 - Pælingar I

Safn erinda og greina
Páll Skúlason er fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og jafnframt prófessor í heimspeki við skólann. Í Pælingum hefur hann valið saman erindi og greinar þar sem hann leitast við að skýra vestræna heimspekihugsun og beita henni á margvísleg viðfangsefni.


„Ég botnaði stundum ekkert í þessari hugsun, hún virtist óútreiknanleg og geta brugðið sér í alls konar líki, þeyst fram og aftur um veröldina á andartaki, sett mannlífið á svið í nýjum heimi, leikið sér að því að skyggnast inn í leyndustu hugarfylgsni manna, þingað við almættið um skipan veraldar og örlög mannkyns, verið þess á milli hljóð og prúð að eiga við hárfínar rökfærslur.“

„Ég fæ ekki skilið að nokkur þjóð geti unnið úr eigin menningararfi og orðið fullgildur þátttakandi í þeirri veraldarmenningu sem nú er að mótast nema hún tileinki sér vestræna heimspeki af grískum og kristnum stofni. Við Íslendingar hljótum að leggja stund á heimspeki, ef við ætlum að lifa af sem sjálfstæð þjóð og hafa einhverja stjórn á ákvörðunum okkar og athöfnum.“

1987

ISBN: 9979-54-157-1

 Efnisyfirlit:

Forspjall (7)
I. hluti. Um heimspekilega hugsun


    Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir (25)
    Hvernig rannsaka skal mannshugann (49)
    Er hægt að kenna gagnrýna hugsun? (67)
    Sjálfið og eilífðin (93)
    Heimspekin og Sigurður Nordal (107)
    Hugleiðing um listina, trúna og lífsháskann (117)

II. hluti. Um vísindi, fræði og siðgæði

    Hvað eru vísindi? (131)
    Vísindi og samfélag (145)
    Siðvísindi og læknisfræði (155)
    Siðfræði og siðareglur heilbrigðisstétta (187)
    Um siðfræði og siðfræðikennslu (195)
    Hvað er siðfræði? (221)

III. hluti. Um kristna trú

    Áhrifamáttur kristninnar (231)
    Eru Íslendingar kristnir? (255)
    Guðleysi og kristindómur (265)
    Kennimaður kristninnar (275)
    Siðferði, trú og þjáning (283)

IV. hluti. Um menntun og mannlíf

    Viðhorf til menntunar (299)
    Rannsóknir í háskóla (309)
    Heimspekideild, háskólinn og þjóðfélagið (319)
    Menntun og stjórnmál (325)
    Hvað eru stjórnmál? (347)
    Siðferði í íslenskum stjórnmálum (365)
    Hvað er fátækt? (373)
    Hvað er ást? (385)


Books

  • 2005 Meditations at the Edge of Askja

    Meditations at the Edge of Askja by Páll Skúlason, professor of philosophy and Rector of the University of Iceland, is richly illustrated with the magnificent photographs of Guðmundur Ingólfsson which serve to create a living background light for the text. The book, which is being simultaneously ...

  • 1999 - Saga and Philosophy

    Introduction by Paul Ricoeur
    A collection of original essays by Páll Skúlason on diverse topics, philosophically challenging, but accessible to the ordinary intelligent reader. The focus is upon issues which are relevant to daily existence; morality and values, science and technology, politics ...

Back to top