Um greinarmun á persónulegri heimspeki og fræðilegri heimspeki


Persónuleg heimspeki er bundin tilteknum einstaklingum eða einstaklingi sem tekur meðvitaða afstöðu í huga sínum til veruleikans, hvernig hann sé gerður, hvað mestu skipti í tilverunni og hvað við getum vitað og hugsað af viti um heiminn. Fræðileg heimspeki fæst við að greina hugtök og vandamál sem koma fram í viðleitninni til að móta persónulega heimspeki.

Endanlegt markmið fræðilegrar heimspeki er því að verða fólki að gagn þegar það mótar og vill bæta persónulega heimspeki sína.

Það sem ég kalla hér „persónulega heimspeki“ hef ég stundum kalla „náttúrulega heimspeki“, þ.e. heimspeki sem kemur eðlilega eða náttúrulega fram í persónulega lífi okkar; sum okkar leggja sig eftir að þróa slíka heimspeki með sér, aðrir ekki. Margir heimspekingar, þeirra á meðal Aristóteles og Sigurður Nordal, telja að okkur sé náttúrulegt að stunda heimspeki.


Back to top