Um smekk fyrir heimspeki


Heimspeki er eins og ostur: misgóður á bragðið, mishollur, misþroska. Sumir hafa hvorki smekk fyrir heimspeki né ost. En hafi fólk smekk yfirleitt, þá þarf að rækta hann og bragða á ýmsum tegundum. Velta vöngum yfir bragðinu, greina innhaldið, kanna framleiðsluferilinn. Og ræða málið við kunnáttu- og áhugafólk. Smekkur þarfnast tíma, hann þroskast og breytist. Réttlætir það latneska spakmælið: De gustibus non est disputandum (um smekk verður ekki deilt)?


Back to top