1990 - Siðfræði

 Um erfiðleika í siðferði og forsendur ákvarðana

Í siðfræði er tekist á við siðferðilegar spurningar á borð við: Hvað eigum við að gera? Hvers konar líf er þess virði að því sé lifað? Hvernig getum við tekist á við spillinguna í heiminum?

Bókin greinist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta vakir fyrir höfundi bókarinnar, Páli Skúlasyni rektor Háskóla Íslands og prófessor í heimspeki, að skýra nokkur frumatriði siðferðisins eins og það blasir við honum og að greina erfiðleika sem hann telur steðja að siðferði okkar.

Í öðrum hluta er leitast við að skýra nokkur frumatriði siðfræðinnar og að varpa ljósi á vandkvæði hennar sem sjálfstæðrar fræðigreinar.

Í þriðja hluta bókarinnar er glímt við gátu siðferðisins eins og það horfir við einstaklingi sem finnur sig knúinn til að taka ákvarðanir á siðferðilegum forsendum. Höfuðverkefnið í þriðja hluta er að leita svars við spurningunni á hvaða forsendum unnt er að taka siðferðilegar ákvarðanir.

 

 


Books

  • 2005 Meditations at the Edge of Askja

    Meditations at the Edge of Askja by Páll Skúlason, professor of philosophy and Rector of the University of Iceland, is richly illustrated with the magnificent photographs of Guðmundur Ingólfsson which serve to create a living background light for the text. The book, which is being simultaneously ...

  • 1999 - Saga and Philosophy

    Introduction by Paul Ricoeur
    A collection of original essays by Páll Skúlason on diverse topics, philosophically challenging, but accessible to the ordinary intelligent reader. The focus is upon issues which are relevant to daily existence; morality and values, science and technology, politics ...

Back to top