Minningarorð um Birgi Finnssson

Fæddur 19. maí 1917 – dáinn 1. júní 2010
Birgir Finnsson, tengdafaðir minn, var tignarlegur maður, gæddur einstökum virðuleika og stillingu. Frá honum stafaði friður sem allir í umhverfi hans fundu og nutu. Veröldin róaðist hvar sem hann kom. Fólk þroskaðist að viti og visku við það eitt að blanda geði við hann.
Sjálfur setti hann ekki lífsvisku sína á blað. Boðskapur Birgis Finnssonar var hann sjálfur: Lífsmáti hans, framkoma og hugsunarháttur.

Minningarorð um Birgi Finnsson


Back to top