Eftirmæli - Obituaries

  • Minningarorð um Þorgeir Þorgeirson

    í Dómkirkjunni 11. nóvember 2003

    Við skulum hlýða á eftirfarandi orð Þorgeirs Þorgeirsonar sem við kveðjum hér í dag:

    Hvað sem mælingameistarar segja kemst mannskepnan aldrei hjá þeirri staðreynd að heimurinn, sem svo er kallaður, er hvergi til nema í hugarmyndum okkar. Sannleikarnir eru jafnmargir íbúum heimsins. En sannleikurinn í eintölu með greini; þetta sem allir einstaklingssannleikarnir eiga sameiginlegt er dularfull stærð og óráðin. Sé það mál alveg þrautprófað má hæglega komast að svofeldri niðurstöðu: Vissan um dauðann er það eina sameiginlega með öllum þessum veröldum einstaklinganna. Og svomikið er þó víst að heimslitahugmyndir lúra einhversstaðar á bakvið alla mannlega hugsun, vísindi jafnt sem trúarbrögð og heimspeki.

    En getur það verið að skáldskapurinn sé einmitt þrotlaus uppreisn gegn þessari dauðabundnu hugsun?

  • Minningarorð um Birgi Finnssson

    Fæddur 19. maí 1917 – dáinn 1. júní 2010
    Birgir Finnsson, tengdafaðir minn, var tignarlegur maður, gæddur einstökum virðuleika og stillingu. Frá honum stafaði friður sem allir í umhverfi hans fundu og nutu. Veröldin róaðist hvar sem hann kom. Fólk þroskaðist að viti og visku við það eitt að blanda geði við hann.
    Sjálfur setti hann ekki lífsvisku sína á blað. Boðskapur Birgis Finnssonar var hann sjálfur: Lífsmáti hans, framkoma og hugsunarháttur.

Back to top