Sunnudagskvöld með Evu Maríu 28. desember 2008

Undanfarið hef ég birt myndbandsviðtöl. Nýverið rakst ég á eldra viðtal sem Eva María Jónsdóttir tók við mig fyrir þáttinn Sunnudagsviðtal og birtist 28. desember 2008. Datt mér í hug að sýna það hér sem sögulega heimild, en í kynningu fyrir þáttinn sagði meðal annars:

„Páll Skúlason hefur í ræðu og riti varað við því að samfélaginu stafi hætta af því að aðhyllast gagnrýnislaust ákveðna hugmyndafræði, sem kennd er við markaðshyggju. Páll verður gestur í sjónvarpssal og ræðir við Evu Maríu [m.a.] um áhrif samkeppni á skólastarf og einkavæðingu hugarfarsins.“

Hér má nálgast myndbandið, en það er rúmlega 38 mínútur að lengd: http://www.youtube.com/watch?v=poAMMmIfueM


Back to top