Ríkið og rökvísi stjórnmála

2013 Ríkið og rökvísi stjórnmála

Í þessari nýju bók ræðir Páll Skúlason spurninguna hvernig við getum myndað heilsteypt og gott samfélag. Hann telur að meginvandi stjórnmálanna spretti fyrst og fremst af tilteknum vandkvæðum okkar á að mynda samfélag sem hugsandi verur, borgarar og einstaklingar. Jafnframt má finna í bókinni skarpa gagnrýni á hugmyndafræði markaðshyggjunnar, umræðu um þörfina fyrir nýja stjórnarskrá, hvert sé eðli og markmið skattlagningar, hvaða lífsgildi við ættum að tileinka okkur, til hvers við höfum ríki og hvað felst í hugtakinu réttlæti. Bókin á erindi við alla sem takast vilja á við verkefni samtímans á Íslandi.

Páll Skúlason (f. 1945) lauk doktorsprófi frá Kaþólska háskólanum í Louvain í Belgíu 1973 og hefur verið prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands frá 1975. Hann var rektor Háskóla Íslands 1997–2005.

Málverk á kápuskreytingu: Rauðir og hvítir kúplar (hluti) eftir Paul Klee, 1914.

ISBN 978-9979-54-978-9


Livres

  • 2005 Méditations au pied de l’Askja

    Les Presses universitaires de l’Université d’Islande viennent de publier Méditations au pied de l’Askja, une œuvre signée par Páll Skúlason, professeur de philosophie et recteur de l’Université d’Islande. Il s’agit d’une œuvre illustrée de magnifiques photographies de Guðmundur Ingólfsson constit...

  • 2001 - Le cercle du sujet dans la philosophie de Paul Ricoeur

    Qu'est-ce que la circularité de la pensée philosophique ? Cet ouvrage explore une voie inédite qui peut s'énoncer de la façon suivante : dans ses efforts pour poser des problèmes et pour parvenir à les élucider, la pensée philosophique se fonde sur une compréhension préalable de ce qu'elle tente ...

Back to top