Ríkið og rökvísi stjórnmála

2013 Ríkið og rökvísi stjórnmála

Í þessari nýju bók ræðir Páll Skúlason spurninguna hvernig við getum myndað heilsteypt og gott samfélag. Hann telur að meginvandi stjórnmálanna spretti fyrst og fremst af tilteknum vandkvæðum okkar á að mynda samfélag sem hugsandi verur, borgarar og einstaklingar. Jafnframt má finna í bókinni skarpa gagnrýni á hugmyndafræði markaðshyggjunnar, umræðu um þörfina fyrir nýja stjórnarskrá, hvert sé eðli og markmið skattlagningar, hvaða lífsgildi við ættum að tileinka okkur, til hvers við höfum ríki og hvað felst í hugtakinu réttlæti. Bókin á erindi við alla sem takast vilja á við verkefni samtímans á Íslandi.

Páll Skúlason (f. 1945) lauk doktorsprófi frá Kaþólska háskólanum í Louvain í Belgíu 1973 og hefur verið prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands frá 1975. Hann var rektor Háskóla Íslands 1997–2005.

Málverk á kápuskreytingu: Rauðir og hvítir kúplar (hluti) eftir Paul Klee, 1914.

ISBN 978-9979-54-978-9


Books

  • 2005 Meditations at the Edge of Askja

    Meditations at the Edge of Askja by Páll Skúlason, professor of philosophy and Rector of the University of Iceland, is richly illustrated with the magnificent photographs of Guðmundur Ingólfsson which serve to create a living background light for the text. The book, which is being simultaneously ...

  • 1999 - Saga and Philosophy

    Introduction by Paul Ricoeur
    A collection of original essays by Páll Skúlason on diverse topics, philosophically challenging, but accessible to the ordinary intelligent reader. The focus is upon issues which are relevant to daily existence; morality and values, science and technology, politics ...

Back to top