Efnahagshrun – The Economic Collapse

  • Upphaf nýrra tíma

    Viðtal sem Kolbrún Bergþórsdóttir tók fyrir Morgunblaðið 11. október 2008 rétt eftir hrun bankanna.

    Við erum að lifa upphaf nýrra tíma. Taumlaus markaðshyggja hefur leitt til þess að fjárhagskerfi heimsins riða til falls. Það eru að verða örlagaríkar og erfiðar breytingar á heiminum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist í sögunni og heimspekingar hafa gjarnan glímt við að átta sig á slíkum breytingum, hvaða heimur er að líða undir lok og hvers konar heimur er að fæðast,“ segir Páll Skúlason heimspekingur aðspurður um afleiðingar hinna gífurlegu efnahagsörðugleika sem heimurinn stendur frammi fyrir.

Back to top